Fara í innihald

Kenzaburo Oe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kenzaburō Ōe)
Kenzaburō Ōe

Kenzaburō Ōe (f. 31. janúar 1935, d. 3. mars 2023) var japanskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1994.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Kenzaburo Oe fæddist í bænum Ōse á eyjunni Shikoku. Hann missti föður sinn í seinni heimsstyrjöldinni og sama ár lést amma hans, sem hafði að miklu leyti séð um kennslu drengsins unga. Nítján ára gamall innritaðist hann í háskóla í Tókýó þar sem hann nam franskar bókmenntir. Hann hóf að semja sínar eigin sögur árið 1957 og var þá undir sterkum áhrifum frá frönskum og bandarískum höfundum.

Oe var aldrei verið hræddur við að takast á við viðkvæm pólitísk deilumál í skrifum sínum. Þannig bakaði hann sér mikla reiði hægriöfgamanna í landinu vegna sögu sinnar um ungan námsmann sem myrti stjórnmálamann úr flokki jafnaðarmanna árið 1960. Hann skrifaði sömuleiðis talsvert um kjarnorkuafvopnun og gagnrýnt tvöfeldni ríkisstjórnar sinnar í málaflokknum.

Árið 1964 eignaðist hann son, Hikari, sem varð fyrir heilaskaða við fæðingu. Hikari kemur við sögu í mörgum verka Oe.

Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, annar japanskra rithöfunda.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy