Fara í innihald

Wole Soyinka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wole Soyinka

Akinwande Oluwole Babatunde Soyinka (f. 13. júlí 1934) er nígerískt ljóðskáld og leikskáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1986.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Wole Soyinka fæddist í borginni Abeokuta í vesturhluta Nígeríu. Hann stundaði háskólanám í Ibadan og síðar í Leeds í Bretlandi. Eftir útskrift starfaði hann við leikhús og útvarp bæði í Bretlandi og í heimalandinu. Hann var virkur þátttakandi í sjálfstæðishreyfingu þjóðar sinnar og tók þátt í ýmsum róttækum aðgerðum. Í tengslum við borgarastríð í landinu vegna sjálfstæðisbaráttu Bíafra var hann handtekinn af stjórnvöldum og haldið í stofufangelsi í tvö ár.

Soyinka hefur alla tíð verið ötull gagnrýnandi spilltra einræðisstjórna í Afríku og sjálfur var hann útlagi frá heimalandi sínu frá 1993 til 1999.

Eftir hann liggur mikill fjöldi leikrita sem samin voru á árabilinu 1954 til 2006, auk fjölda ljóða. Baldur Óskarsson hefur þýtt ljóð eftir Soyinka á íslensku.

Hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1986 fyrstur rithöfundar frá Afríku sunnan Sahara.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy