Fara í innihald

Pär Lagerkvist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pär Lagerkvist

Pär Fabian Lagerkvist (23. maí 189111. júlí 1974) var sænskt ljóðskáld og rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1951.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Pär Lagerkvist fæddist í Växjö í Smálöndunum. Hann hlaut strangt trúarlegt uppeldi að þeirra tíma sið en öfugt við marga aðra höfunda sinnar kynslóðar gerði uppeldið hann ekki andsnúinn trúarbrögðum sem urðu yrkisefni hans í ýmsum verkum. Hann sendi frá sér fjölda ljóða, leikrita og skáldsagna á löngum ferli. Dvergurinn (sænska: Dvärgen) frá 1944 var fyrsta skáldsagan sem vakti verulega athygli á honum utan Norðurlanda, en Barabbas frá árinu 1950 varð þó miklu frægari og telst hans langbesta verk. Fyrir hana hlaut hann Nóbelsverðlaunin ári síðar. Kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1961 með Anthony Quinn í titilhlutverkinu.

Ýmis verka Lagerkvist hafa verið þýdd á íslensku.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy