Fara í innihald

Abdulrazak Gurnah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abdulrazak Gurnah
Abdulrazak Gurnah
Fæddur: 20. desember 1948 (1948-12-20) (76 ára)
Soldánsdæminu Sansibar
Þjóðerni:Tansanískur
Þekktasta verk:Paradise (1994)
By the Sea (2001)
Desertion (2005)

Abdulrazak Gurnah (f. 20. desember 1948[1]) er tansanískur rithöfundur sem skrifar á ensku og býr í Bretlandi. Frægustu skáldsögur hans eru Paradise (1994), sem var tilnefnd bæði til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna, Desertion (2005) og By the Sea (2001), sem var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og til bókaverðlauna Los Angeles Times.[2] Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021 fyrir að hafa „stað­fast­lega og með mikilli sam­kennd af­hjúpað af­leiðingar ný­lendu­stefnunnar í Austur-Afríku og á­hrif hennar á líf rót­lausra og brott­fluttra ein­stak­linga“.[3]

Abdulrazak Gurnah fæddist á eyjunni Sansibar undan ströndum Austur-Afríku. Hann fór til náms á Bretlandi árið 1968.[4] Hann gekk þar fyrst í Christ Church-háskóla í Canterbury en á þeim tíma veitti Lundúnaháskóli gráður fyrir nám í þeim skóla.[5]

Gurnah nam síðan við Háskólann í Kent og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1982. Frá 1980 til 1982 kenndi Gurnah við háskólann Bayero University Kano í Nígeríu. Hann er núna prófessor og leiðbeinandi við enskudeild Háskólans í Kent. Sem fræðimaður hefur hann helst einbeitt sér að ritverkum eftir sjálfstæði nýlendanna og orðræðu um nýlendustefnu, sérstaklega með tilliti til Afríku, Karíbahafsins og Indlands.

Hann hefur ritstýrt tveimur bindum af greinasafninu Essays on African Writing og birt greinar um fjölda rithöfunda eftirnýlendutímans, meðal annars V. S. Naipaul, Salman Rushdie og Zoë Wicomb. Hann er ritstjóri bókarinnar A Companion to Salman Rushdie (Cambridge University Press, 2007). Gurnah hefur einnig verið í ritstjórn tímaritsins Wasafiri frá árinu 1987.[6]

Gurnah hefur haft umsjón með rannsóknarverkefnum um ritverk Rushdie, Naipaul, G. V. Desani, Anthony Burgess, Joseph Conrad, George Lamming og Jamaica Kincaid.

Þann 7. október 2021 var Gurnah sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels fyrir að hafa „stað­fast­lega og með mikilli sam­kennd af­hjúpað af­leiðingar ný­lendu­stefnunnar í Austur-Afríku og á­hrif hennar á líf rót­lausra og brott­fluttra ein­stak­linga“.[7][3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Profile of Abdulrazak Gurnah
  2. Gurnah, "A Note on the Author." Í Desertion, London: Bloomsbury, 2006, bls. 263.
  3. 3,0 3,1 Þorvaldur S. Helgason (7. október 2021). „Abdul­raz­ak Gurn­ah hlýt­ur Nób­els­verð­laun­in í bók­mennt­um“. Fréttablaðið. Sótt 7. október 2021.
  4. "Abdulrazak Gurnah", Literature, British Council.
  5. „The Literary Encyclopedia“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. júní 2018. Sótt 7. október 2021.
  6. "Abdulrazak Gurnah – Advisory Board" Geymt 3 ágúst 2019 í Wayback Machine, People, Wasafiri.
  7. „The Nobel Prize in Literature 2021“. NobelPrize.org. 7. október 2021.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy