Fara í innihald

Louise Glück

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louise Glück
Louise Glück
Louise Glück í kringum 1977.
Fædd: 22. apríl 1943(1943-04-22)
New York-borg, Bandaríkjunum
Látin:13. október 2023 (80 ára)
Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum
Starf/staða:Skáld, kennari
Þjóðerni:Bandarísk
Þekktasta verk:The Triumph of Achilles (1985)
The Wild Iris (1992)
Maki/ar:Charles Hertz Jr. (g. 1967, skilin)
John Dranow ​(g. 1977; sk. 1996)

Louise Elisabeth Glück (f. 22. apríl 1943, d. 13. október 2023) var bandarískt ljóðskáld og greinahöfundur. Hún var sæmd bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2020 fyrir „óyggjandi ljóðræna rödd sína, sem á íburðarlausan hátt gerir persónulega tilveru altæka.“[1][2] Hún hefur unnið mörg mikilsvirt bókmenntaverðlaun í Bandaríkjunum, meðal annars Pulitzer-verðlaunin í ljóðlist og Bollingen-verðlaunin. Glück er oft talin sjálfsævisögulegt skáld og verk hennar eru þekkt fyrir tilfinningahita og fyrir vísanir í þjóðsagnir, sögu eða náttúru til að miðla einstaklingsupplifunum og nútímalíferni.

Glück fæddist í New York-borg og ólst upp í Long Island-hluta borgarinnar. Í gagnfræðaskóla fór hún að þjást af anorexíu en hún sigraðist síðar á þeim sjúkdómi. Hún tók áfanga í Sarah Lawrence-háskólanum og Columbia-háskóla en útskrifaðist ekki með gráðu. Auk starfa sinna í ritlist hefur hún fengist við fræðastörf sem ljóðlistarkennari við ýmsar menntastofnanir.

Í verkum sínum lagði Glück áherslu á að varpa ljósi á áfall, þrá og náttúru. Með þessum víðfeðmu viðfangsefnum hafa ljóð hennar orðið fræg fyrir hreinskilna tjáningu á depurð og einangrun. Fræðimenn hafa einnig einblínt á ljóðræna persónuuppbyggingu hennar og á tengsl í ljóðunum milli sjálfsævisögu og goðsögulegs ívafs.

Glück var aðjunkt og Rosenkranz-gestahöfundur við Yale-háskóla. Hún bjó í Cambridge, Massachusetts.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Davíð Kjartan Gestsson (8. október 2020). „Louise Glück fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum“. RÚV. Sótt 8. október 2020.
  2. „Summary of the 2020 Nobel Prize in Literature“.
  3. „Louise Glück | Authors | Macmillan“. US Macmillan (bandarísk enska). Sótt 7. apríl 2020.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy