Fara í innihald

Wisława Szymborska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wisława Szymborska árið 2005.

Wisława Szymborska, Maria Wisława Anna Szymborska (f. 2. júlí 1923 í Bnin hjá Poznań, d. 1. febrúar 2012 í Kraków) var pólskt ljóðskáld og þýðandi.

Eftir bernskuár í Toruń fluttist hún með fjölskyldu sinni til Krakár árið 1931 og hefur búið þar síðan. Hún nam pólsku og félagsfræði við Jagiellonska háskólann þar í borg milli 1945 og 1948.

Fyrsta ljóðið hennar - Szukam słowa (ég leita orðsins) - birtist í dagblaði árið 1945.

1954 hlaut Szymborska bókmenntaverðlaun Krakárborgar, verðlaun pólska menningarmálaráðuneytisins 1963, Siegmund-Kallenbach-verðlaunin 1990, Goethe-verðlaunin 1991, og Herder-verðlaunin 1995. Sama ár var hún gerð að heiðursdoktor við Adam-Mickiewicz-háskólann í Poznań. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut hún árið 1996.

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dlatego żyjemy (Þess vegna lifum við) (1952)
  • Pytania zadawane sobie (Spurningar til sjálfrar mín) (1954)
  • Wołanie do Yeti (Kall til snjómannsins) (1957)
  • Sól (Salt) (1962)
  • 101 wierszy (101 kvæði) (1966)
  • Sto pociech (Drepfyndið) (1967)
  • Poezje wybrane (Valin ljóð) (1967)
  • Wszelki wypadek (Gæti gerst) (1972)
  • Wielka liczba (Mikill fjöldi) (1976)
  • Ludzie na moście (Fólkið á brúnni) (1986)
  • Poezje: Poems (Ljóðmæli, pólsk - ensk útgáfa) (1989)
  • Lektury nadobowiązkowe (Ekki skyldulesning, - pistlasafn) (1992)
  • Koniec i początek (Endir og upphaf) (1993)
  • Widok z ziarnkiem piasku (Útsýni með sandkorni) (1996)
  • Sto wierszy - sto pociech (Hundrað kvæði til að hlæja að) (1997)
  • Chwila (Augnablik) (2002)
  • Rymowanki dla dużych dzieci (Rímur fyrir stóru börnin) (2003)
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy