Fara í innihald

Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bókmenntaverðlaun Nóbels)

Nóbelsverðlaunin í bókmenntum eru ein af fimm verðlaunum sem kennd eru við Alfred Nobel. Verðlaunahafar eru valdir af Sænsku akademíunni og eru tilkynntir í október á hverju ári og verðlaunin eru veitt 10. desember.[1] Verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1901.

Nóbelsverðlaunin
Friðarverðlaun
Bókmenntir
Eðlisfræði
Efnafræði
Læknisfræði
Hagfræði

Saga og fyrirkomulag

[breyta | breyta frumkóða]

Alfred Nobel var einn ríkasti maður Svíþjóðar á sinni tíð og auðgaðist stórlega á uppfinningu sinni dínamítinu. Hann ritaði nokkrar erfðaskrár en í þeirri síðustu, frá árinu 1895, ánafnaði hann nær öllum auði sínum til stofnunar verðlaunasjóðs í fimm flokkum. Nobel lést síðla árs 1896. Við tók nokkur óvissa um lögmæti erfðaskrárinnar en eftir að botn fékkst í þau mál var gengið frá stofnun verðlaunanna. Ólíkum aðilum var falið að sjá um einstaka verðlaunaflokka og komu bókmenntaverðlaunin í hlut Sænsku akademíunnar. Voru fyrstu verðlaunin veitt árið 1901.

Ár hvert kallar Sænska akademían eftir tilnefningum og er fjöldinn allur af fólki sem hefur heimild til að senda inn tilnefningar. Er þar um að ræða meðlimi akademíunnar sjálfrar, sem og sambærilegra stofnanna í öðrum löndum, prófessorar í tungumálum og bókmenntafræði, forsetar rithöfundasamtaka og fyrrum verðlaunahafar. Eina skilyrðið er að höfundum er óheimilt er að tilnefna sjálfa sig.

Tilnefningar skulu hafa borist akademíunni fyrir 1. febrúar ár hvert og fara þær því næst til sérstakrar Nóbelsnefndar til meðhöndlunar. Nefndin þrengir hringinn jafnt og þétt, fyrst niður í um tuttugu höfunda og því næst niður í fimm manna lista þegar komið er fram í maí. Næstu fjóra mánuðina kynnir nefndin sér verk þessara fimm höfunda í þaula og gengur því næst til atkvæða í októbermánuði. Sá höfundur hlýtur verðlaunin sem fær meirihluta atkvæða. Einungis þeir koma til greina sem náð hafa í það minnsta tvívegis inn á fimm manna listann og eru því dæmi um að höfundar hafi margoft verið teknir til athugunar.

Nóbelsnefndina skipa átján fulltrúar sem skulu búa yfir mikilli tungumálakunnáttu. Þeir eru skipaðir ævilangt og til skamms tíma var ekki gert ráð fyrir að þeir gætu sagt af sér. Árið 2018 breytti Karl Gústaf XVI reglunum á þann hátt að unnt væri að leysa nefndarmenn undan skyldum sínum í kjölfar hneykslismáls sem skók nefndina og varð til þess að úthlutun verðlaunanna 2018 var frestað um ár.

Verðlaunahafar

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi konur hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Selma Lagerlöf, Grazia Deledda, Sigrid Undset, Pearl S. Buck, Gabriela Mistral, Nelly Sachs, Toni Morrison, Nadine Gordimer, Wislawa Szymborska, Elfriede Jelinek, Doris Lessing, Herta Müller, Alice Munro, Svetlana Aleksíevítsj, Olga Tokarczuk, Louise Glück, Annie Ernaux og Han Kang. Aðrir verðlaunahafar eru karlmenn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. The Nobel Prize in Literature. The Nobel Prize.https://www.nobelprize.org/prizes/literature/
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy